Eigandi brasilíska félagsins Botafogo, John Textor, missti sig er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik liðsins við Palmeiras í efstu deild Brasilíu.
Allt stefndi í öruggan sigur Botafogo í þessari viðureign en liðið komst í 3-0 forystu og virtist sigurinn vera í höfn.
Palmeiras tókst þó að koma til baka og fagnaði að lokum 4-3 sigri eftir að Botafogo missti mann af velli.
Gestirnir frá Palmeiras skoruðu þrjú mörk á lokamínútunum en dómari leiksins fær ekki góða einkunn fyrir sitt framlag.
Bandaríkjamaðurinn Textor var brjálaður eftir lokaflautið og ræddi við blaðamenn og talar um að spilling hafi átt sér stað innan vallar.
Textor fór svo langt og heimtar að ákveðnir dómarar deildarinnar segi af sér sem og forseti dómarasambandsins, Ednaldo Rodrigues.
,,Þetta er spilling, þetta er rán. Allir heimurinn varð vitni af þessu, þetta var aldrei rautt spjald,“ sagði Textor á meðal annars.
,,Endilega sektið mig en Ednaldo þú þarft að segja af þér á morgun, það er það sem þarf að gerast.“
Myndband af þessu má sjá hér.
John Textor ficou revoltado com a arbitragem que apitou Botafogo x Palmeiras e deu uma entrevista para reportagem após a derrota do time
Qual a sua opinião? pic.twitter.com/9qMzrAlOVZ
— ge (@geglobo) November 2, 2023