fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Mikael hefði ekki verið hlátur í huga á hinum umdeilda fundi – „Ég hefði rotað hann“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. nóvember 2023 13:39

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sérfræðingur Þungavigtarinnar hefði staðið upp og rotað menn í stjórn KR hefðu þeir lagt fram sama tilboð á hans borð og Pablo Punyed fékk árið 2020. Pablo fór frá KR vegna þess og fór til Víkings þar sem hann hefur verið frábær.

Pabo sagði frá þessu í Gula spjaldinu. „Buðu mér 15% af þeim launum sem ég var að þéna. Ég var þarna búinn að taka 65% launalækkun út af covid. Ég hélt, út af því ég var búinn að hjálpa félaginu þannig, að þeir myndu reynda hjálpa mér líka. Þeir buðu 15% af því sem ég var með. Ég hló, stóð upp og fór,“ sagði Pablo og hélt því fram að þetta hefði verið sama stjórn og væri að stýra KR í dag.

Mikael sem er harður stuðningsmaður KR ræddi málið í Þungavigtinin í dag.

„Ég fór líka að hugsa, er hann ekki að ýkja. Hann hefur ekki verið með meira en milljón á mánuði, hann hefði verið komin í 4. deildar laun. Þetta er 150 þúsund krónur,“ segir Mikael.

„Ef þetta er rétt, þá á stjórnin að skamma sín. Ég trúi þessu ekki, hefðu viljað minnka íbúð eða setja hann á Golf og taka af honum Benzinn.“

Mikael hefði ekki farið að hlæja líkt og Pablo.

„Móðgun? Ég hefði ekki labbað út og farið að hlæja, ég hefði rotað hann og farið svo út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?