fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Mikael hefði ekki verið hlátur í huga á hinum umdeilda fundi – „Ég hefði rotað hann“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. nóvember 2023 13:39

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sérfræðingur Þungavigtarinnar hefði staðið upp og rotað menn í stjórn KR hefðu þeir lagt fram sama tilboð á hans borð og Pablo Punyed fékk árið 2020. Pablo fór frá KR vegna þess og fór til Víkings þar sem hann hefur verið frábær.

Pabo sagði frá þessu í Gula spjaldinu. „Buðu mér 15% af þeim launum sem ég var að þéna. Ég var þarna búinn að taka 65% launalækkun út af covid. Ég hélt, út af því ég var búinn að hjálpa félaginu þannig, að þeir myndu reynda hjálpa mér líka. Þeir buðu 15% af því sem ég var með. Ég hló, stóð upp og fór,“ sagði Pablo og hélt því fram að þetta hefði verið sama stjórn og væri að stýra KR í dag.

Mikael sem er harður stuðningsmaður KR ræddi málið í Þungavigtinin í dag.

„Ég fór líka að hugsa, er hann ekki að ýkja. Hann hefur ekki verið með meira en milljón á mánuði, hann hefði verið komin í 4. deildar laun. Þetta er 150 þúsund krónur,“ segir Mikael.

„Ef þetta er rétt, þá á stjórnin að skamma sín. Ég trúi þessu ekki, hefðu viljað minnka íbúð eða setja hann á Golf og taka af honum Benzinn.“

Mikael hefði ekki farið að hlæja líkt og Pablo.

„Móðgun? Ég hefði ekki labbað út og farið að hlæja, ég hefði rotað hann og farið svo út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United íhugar að skipta við Juventus

United íhugar að skipta við Juventus
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi