fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Geir leggur til þessar breytingar í Laugardalnum eftir gærdaginn – „Það er ekki notað nema þar sem eru engin önnur úrræði“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 11:30

Geir Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ segir það algjöra steypu að ætla sér að setja gervigras á Laugardalsvöll. Slíkt er til umræðu þegar forystu KSÍ er orðið ljóst að ekki verður byggður nýr völlur á næstu árum.

Grasið á Laugardalsvelli er komið til ára sinna og ekkert hitakerfi er undir vellinum til að hjálpa til þegar illa viðrar.

„Það er ástæða til að hrósa vallarstarfsmönnum í Laugardal fyrir góðar aðstæður í kvöld á landsleik Íslands og Þýskalands,“ skrifar Geir á Facebook síðu sína í gær eftir að kvennalandsleiknum lauk.

Hann segir ljóst að breyta þurfi undirlagi vallarins en vill ekki sjá gervigras. „Hybrid gras með undirhita, vökvakerfi og yfirbreiðslu mun gera völlinn enn betri. Allt tal um gervigras er galið, það er ekki notað nema þar sem eru engin önnur úrræði á efstu stigum fótboltans og þá er sama hvar er í heiminu. Ítreka, gervigras er varalausn fyrir fótbolta svo hægt sé að sparka bolta hvar sem er. Þess þarf ekki í Reykjavík í landsleikjum og ummæli þeirra sem taka þátt í leiknum á efstu stigum bera þess glöggt vitni að gervigras er ekki hátt skrifað.“

Að endingu skrifar Geir um mætinguna á landsleikinn í gær og telur hann að KSÍ geti gert betur til að fá fleiri á völlinn. „Ekki ætla ég að fara mörgum orðum um leikinn en hegg í sama knérunn þegar ég legg til að á svona leiki, þar sem ljóst var að fáir kæmu á völlinn, yrði auglýst frítt fyrir börn í fylgd foreldra í austurstúkuna (og yngri flokkar sérstaklega hvattir til að mæta). Stelpurnar þurfa stuðning og sú aðferð skilar væntanlega stuðningi og stemmningu. Gætum lært að Þjóðverjum í þessu hvað varðar kvennaleiki. (Bara svo það komi fram setti ég þessa skoðun fram í september í sömu keppni á Xinu). Áfram Ísland!.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar