Liverpool mun ekki íhuga að selja Mohamed Salah í janúar þó svo að stórt tilboð berist frá Sádi-Arabíu. Football Insider heldur þessu fram.
Al Ittihad í Sádí reyndi mikið við Salah í sumar og bauð meira að segja 150 milljónir punda í Egyptann. Liverpool samþykkti það þó ekki.
Það þykir alls ekki ólíklegt að Sádar reyni aftur að lokka Salah til sín en samkvæmt nýjustu fréttum mun Liverpool ekki samþykkja tilboð í sinn besta mann í janúar. Það mun engu breyta þó svakalegt tilboð berist.
Það yrði því í fyrsta lagi næsta sumar sem Salah færi til Sádí, geri hann það yfirhöfuð.