fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Fimm mögulegir kostir sem gætu komið á borð Gylfa Þórs á næsta ári

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. október 2023 20:30

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar á fótboltavöllinn hefur gengið vonum framar, hann er byrjaður að skora fyrir landsliðið og félagslið sitt, Lyngby.

Gylfi Þór reimaði á sig markaskóna í kvöld fyrir Lyngby en hann skoraði þar tvö mörk. Fyrstu mörk hans fyrir félagið.

Þessi magnaði knattspyrnumaður var frá leiknum í rúm tvö ár en eftir að mál hans í Bretlandi var fellt niður, ákvað Gylfi að snúa aftur á völlinn.

Gylfi fagnar í kvöld
Mynd/Lyngby

Gylfi samdi við Lyngby í Danmörku til eins árs en líklegt verður að teljast að stærri félög í Evrópu fari innan tíðar að reyna að krækja í hann.

Gylfi hefur spilað vel með Lyngby og þrátt fyrir að vera 34 ára gamall gæti Gylfi átt nokkur góð ár eftir. Líklega klárar hann tímabilið með Lyngby en hér að neðan eru fimm kostir sem gæti komið á borð Gylfa á næsta ári.

La Liga á Spáni:

Gylfi Þór hefur sagt frá því að hann hafi notað síðustu ár í að læra spænsku, skref í La Liga væri ekki óhugsandi á næsta ári ef fram heldur sem horfir.

Seria A á Ítalíu:

Fótboltinn á Ítalíu gæti hentað Gylfa afar vel, ekki sami hraði og á Englandi en oft á tíðum mikil taktík þar sem klókindi Gylfa Þórs gætu nýst vel.

DV/KSJ

Mið-Austurlönd:

Í Sádí Arabíu eða í Katar gæti Gylfi Þór þénað verulegar upphæðir, lið þar í landi hafa í gegnum árin sýnt honum áhuga og þau gætu endurvakið hann ef Gylfi heldur áfram að spila svona vel.

Bandaríkin:

Í mörg ár hefur Gylfi Þór verið orðaður við félagaskipti í MLS deildina en fótboltinn þar í landi er á siglingu eftir að Lionel Messi mætti þangað.

GettyImages

Endurkoma til Englands:

Gylfi Þór átti mörg mögnuð ár á Englandi og félög þar í landi vita vel hvaða leikmann hann hefur að geyma, ólíklegt skref en myndi gleðja marga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“