Skarphéðinn Magnússon var í dag ráðinn þjálfari ÍA í meistaraflokki kvenna.
Skarphéðinn hefur starfað innan raða ÍA lengi en hann tekur við starfinu hjá meistaraflokki kvenna af Magneu Guðlaugsdóttur.
ÍA verður nýliði í Lengjudeildinni á komandi leiktíð.
Tilkynning ÍA
Skarphéðinn Magnússon hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna
Skarphéðinn hefur verið einn af megin máttarstólpum félagsins til margra ára. Hann mun leiða liðið inn í næsta tímabil í Lengjudeildinni. Skarphéðinn hefur þjálfað hjá ÍA undanfarin 10 ár, hann er vel menntaður og reynslumikill þjálfari. Erum við afar ánægð með þetta skref og væntum mikils af honum.
Skarphéðinn mun einnig sinna teymisstjórn 8 manna bolta ásamt því að koma að þjálfun yngri flokka
Þjálfarateymi meistaraflokks kvenna samanstendur af Skarphéðni, Aldísi Ylfu og Þorsteini
Knattspyrnufélag ÍA þakkar Magneu fyrir sitt framlag til félagsins undanfarin ár en hún hefur látið af störfum sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna. Hún náði góðum árangri og kom liðinu upp í Lengjudeildina í sumar en hefur nú snúið til annarra verkefna og óskum við henni alls góðs.