fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Öskuillur Keane kallar eftir breytingum – „Hann er andstæðan við það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. október 2023 14:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin Roy Keane hefur fengið nóg af því að sjá Bruno Fernandes sem fyrirliða liðsins og kallar eftir breytingum.

Þetta sagði Keane eftir 0-3 tap United á heimavelli gegn Manchester City í gær. Fernandes var gerður að fyrirliða í sumar en Keane er ekki hrifinn.

„Eftir að hafa horft á hann í dag myndi ég 100% taka fyrirliðabandið af honum. Ég veit að það er stór ákvörðun en hann er ekki efni í fyrirliða,“ segir hann.

„Hann er hæfileikaríkur, um það verður ekki deilt. En hvernig hann kvartar og kveinar, baðar út höndum, það er óásættanlegt. Hann er andstæðan við það sem þú vilt sjá frá fyrirliða.

Það þarf að gera breytingar og það þarf að byrja einhvers staðar. Ég myndi byrja á þessu því þetta er eitthvað sem stjórinn getur breytt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina