fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Neitaði að taka í hönd þjálfarans og var harðlega refsað – Afsökunarbeiðnin ekki nóg

Victor Pálsson
Laugardaginn 28. október 2023 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur ekki of vel hjá framherjanum David Datro Fofana sem margir kannast við úr enska boltanum.

Fofana er leikmaður Chelsea en hann kom við sögu í leikjum liðsins á síðustu leiktíð eftir komu frá Molde.

Framherjinn var lánaður til Union Berlin í sumar en hefur ekki staðist væntingar hingað til og er nú í vandræðum í Þýskalandi.

Sky Sports greinir frá því að búið sé að dæma Fofana í viku bann hjá Union vegna rifrildis við Urs Fischer, stjóra liðsins.

Fofana neitaði að taka í höndina á Fischer í vikunni er honum var skipt af velli í 1-0 tapi gegn Napoli í Meistaradeildinni.

Málið varð stærra eftir lokaflautið og var Fischer alls ekki ánægður með framkomu Fofana sem er tvítugur að aldri.

Fofana hefur sjálfur beðist afsökunar á að hafa hundsað þjálfara sinn en útlit er fyrir að bannið muni standa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina