Það eru alls ekki allir sammála skoðun Goal sem ákvað að stilla upp draumaliði Real Madrid og Barcelona.
Um er að ræða lið sem er skipað leikmönnum beggja lið en El Clasico fer fram í dag og er flautaður af stað klukkan 14:15.
Goal tekur fram að meiddir leikmenn fái ekki pláss í þessu liði en stjörnur á borð við Thibaut Courtois og Eder Militao spila líklega ekki meira á tímabilinu.
Barcelona á sex leikmenn í þessu draumaliði Goal en Real fimm. Liðið má sjá hér fyrir neðan.
Markmaður: Marc-Andre ter Stegen(Barcelona)
Bakvörður: Joao Cancelo(Barcelona
Miðvörður: Ronald Araujo(Barcelona)
Miðvörður: Antonio Rudiger(Real Madrid)
Bakvörður: Alejandro Balde(Barcelona)
Miðjumaður: Aurelien Tchouameni(Real Madrid)
Miðjumaður: Gavi(Barcelona)
Miðjumaður: Jude Bellingham(Real Madrid)
Sóknarmaður: Lamine Yamal(Barcelona)
Sóknarmaður: Robert Lewandowski(Real Madrid)
Sóknarmaður: Vinicius Jr.(Real Madrid)