„Þetta er svekkjandi. Við fengum alveg nokkur færi og ekki bara úr föstum leikatriðum eins og upp á síðkastið,“ sagði Agla María Albertsdóttir landsliðskona við 433.is eftir svekkjandi 0-1 tap gegn Dönum í Þjóðadeildinni.
Íslenska liðið sýndi góða frammistöðu en það dugði ekki til.
„Við vorum að matcha þær í baráttunni á miðsvæðinu og halda mun betur í boltann en upp á síðkastið.
Eins svekkjandi og það er að tapa þessum leik verðum við að stíga einhver skref áfram í frammistöðu og það kom núna. En þetta er auðvitað úrslitabransi svo það skiptir máli að ná í úrslit. Það tókst því miður ekki í kvöld,“ sagði Agla.
Viðtalið í heild er hér að neðan.