Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins vonast eftir því að liðið geti sýnt sínar bestu hliðar þegar Danir heimsækja liðið á Laugardalsvelli á morgun.
Íslenska liðið fékk skell gegn Þjóðverjum í síðasta leik liðsins í riðlinum í Þjóðardeildinni.
„Við þurfum að vera klár í það að verjast eitthvað, verja markið okkar. Við erum búin að vera æfa leiðir til að sækja á þær og finna möguleika til að halda í boltanum,“ sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í dag.
Hann segir hug í öllum í kringum liðið að gera betur en í síðasta leik. „Það er hugur í öllum til að gera betur, horfa í þennan einstaka leik og fá betri frammistöðu en síðast. Það eru allir í kringum þetta einbeittir á að gera betur
„Þær eru góðar á boltann og vilja halda mikið í boltann, eru þolinmóðar. Þær eru gott fótboltalið og eru á góðum stað á sínum ferli. Við vonandi náum að sýna veikleika þeirra á morgun.“
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins segir hana og aðra leikmenn liðsins vilja gera betur en í Þýskalandi. „Það er ekki bara mitt, heldur okkar allra. Við höfum æft vel í vikunni, fín gæði á æfingum og auka hugur í fólki að vilja fá betri frammistöðu. Við erum að mæta sterku liði, við þurfum að horfa í okkar eigin frammistöðu,“ sagði Glódís.
Glódís hefur mikla trú á íslenska liðinu. „Ég hef fulla trú á því að við sem lið mætum tilbúnar í þetta verkefni.“
„Þær eru með nýjan þjálfara og hann er þjálfari sem vill spila mikinn fótbolta, maður hefur heyrt sögur frá því að hann var að þjálfa í Svíþjóð.“