fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Onana kemur félaga sínum til varnar eftir að hann var sakaður um kynþáttaníð í sinn garð

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 17:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andre Onana, markvörður Manchester United, hefur tjáð sig eftir að liðsfélagi hans Alejandro Garnacho var sakaður um kynþáttaníð í hans garð.

Um var að ræða færslu sem Garnacho birti eftir leikinn gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni. United vann leikinn 1-0 á dramatískan hátt þar sem Onana varði víti FCK í uppbótartíma og tryggði sigurinn.

Eftir leik birti Garnacho mynd af sér, Onana og liðsfélögum fagna sigrinum en lét hann tvö górillu-tákn fylgja. Hann eyddi færslunni en netverjar voru ekki lengi að taka skjáskot og deila út um allt.

Í enskum miðlum er fjallað um að enska knattspyrnusambandið gæti túlkað færsluna sem kynþáttaníð og Garnacho yrði þá refsað. Samandið veit af málinu.

Onana vill ekki sjá Garnacho vera refsað.

„Fólk getur ekki valið yfir hverju ég móðgast. Ég veit nákvæmlega hvað Garnacho var að meina: Orka og kraftur. Þetta mál á ekki að fara neitt lengra,“ skrifaði hann á samfélagsmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke
433Sport
Í gær

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal
433Sport
Í gær

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir