fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Stórsigur Liverpool – Brighton með sterkan sigur á Ajax

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 20:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö leikjum er nýlokið í Evrópudeildinni. Um leiki í 3. umferð riðlakeppninnar var að ræða.

Í E-riðli tók Liverpool á móti Toulouse. Eftir að Diogo Jota hafði komið heimamönnum yfir á 9. mínútu jafnaði Thijs Dallinga fyrir franska liðið en eftir það gekk Liverpool frá dæminu. Wataru Endo kom þeim yfir á 31. mínútu og skömmu síðar gerði Darwin Nunez þriðja markið.

Ryan Gravenberch kom Liverpool í 4-1 á 65. mínútu þegar hann fylgdi eftir dauðafæri sem Nunez klikkaði á og Mohamed Salah innsiglaði 5-1 sigur eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Brighton tók á móti Ajax sem hefur verið í tómu tjóni heima fyrir. Vann liðið afar sterkan 2-0 sigur þar sem Joao Pedro og Ansu Fati gerðu mörkin. Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði seinni hálfleikinn með Ajax.

Lærisveinar Jose Mourinho í Roma unnu þá 2-0 sigur á Slavia Prag. Edoardo Bove og Romelu Lukaku gerðu mörkin.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.

B-riðill
Brighton 2-0 Ajax

E-riðill
Liverpool 5-1 Toulouse
Union St. Gilloise 2-1 LASK

F-riðill
Panathinaikos 1-2 Rennes

G-riðill
Sheriff 1-1 Servette
Roma 2-0 Slavia Prag

H-riðill
Leverkusen 5-1 Quarabag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona