Nú eru á kreiki orðrómar um að David De Gea gæti snúið aftur til Manchester United áður en Andre Onana fer í Afríkukeppnina í janúar.
Onana, sem gekk í raðir United í sumar frá Inter, er markvörður Kamerún sem fer í keppnina í janúar og gæti verið frá í einhverjar vikur ef liðinu gengur vel.
Það er því talið að United vilji sækja markvörð og er De Gea, sem var í tólf ár hjá liðinu áður en samningur hans var ekki framlengdur í sumar, orðaður við liðið.
De Gea birti í dag tákn af hugsandi manni á Twitter og á það að tengjast fréttunum.
Í tilefni að orðrómunum setti The Sun fram samanburðartölfræði á Onana og De Gea. Tekið er fyrir tímabil Onana til þessa hjá United og síðustu þrjú hjá De Gea.
Þar hefur De Gea betur þegar kemur að markvörslu og þá hefur hann gert færri mistök. Onana er hins vegar með betri sendingatölfræði.
Tölfræðin er hér að neðan.