Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska í Þjóðadeildinni á föstudag. Miðasala er í fullum gangi.
Um er að ræða þriðja leik Íslands í keppninni en hingað til hafa Stelpurnar okkar unnið Wales og tapað illa gegn Þjóðverjum.
Ísland mætir einmitt Þjóðverjum á þriðjudag.
Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18:30 á föstudag. Það má nálgast miða með því að smella hér.