Newcastle íhugar að lögsækja AC Milan vegna félagaskipta Sandro Tonali í sumar. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport heldur þessu fram.
Tonali gekk í raðir Newcastle frá Milan í sumar fyrir 52 milljónir punda en nú er leikmaðurinn á leið í tíu mánaða bann frá fótbolta fyrir brot á veðmálareglum. Þetta er hluti af stóru veðmálahneyksli á Ítalíu þar sem fleiri leikmenn fara einnig í bann.
Hjá Newcastle eru menn brjálaðir yfir því að Milan hafi selt þeim leikmann sem ekki verður hægt að nota aftur fyrr en á næstu leiktíð.
Corriere dello Sport heldur því einnig fram að Newcastle ætli ekki að greiða Tonali laun á meðan banninu stendur.