fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Vond staða í Vesturbæ – Hentu Rúnari út og hafa leitað víða en enginn vill taka við

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. október 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U19 ára landsliðs karla hafnaði að taka við KR í gærkvöldi. Lét hann forráðamenn félagsins vita af þessari ákvörðun sinni. Þetta herma mjög öruggar heimildir 433.is

KR hafði fengið leyfi frá KSÍ til að ræða við Ólaf og töldu KR-ingar að viðræður væru að ganga vel, töldu flestir í kringum félagið að Ólafur myndi taka við á allra næstu dögum.

Ólafur ákvað hins vegar að afþakka starfið, sú saga gengur að Ólafur gæti mögulega orðið aðstoðarþjálfari Vals og unnið þar með Arnari Grétarssyni. Það hefur hins vegar ekki fengið staðfest.

Þjálfaraleit KR gengur afar illa, félagið ákvað að láta einn sinn dáðasta son fara. Rúnar Kristinsson fékk ekki nýjan samning og töldu flestir að KR væri með eftirmann hans kláran, að láta Rúnar fari en vera ekki með neitt í hendi þótti ólíklegt. Það er hins vegar staðreyndin í dag.

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Svo virðist sem KR hafi treyst á það að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi taka við liðinu, Óskar fékk hins vegar starf í Noregi og hefur fljótlega störf hjá Haugesund. Heimildarmenn 433.is segja að Óskar hafi aldrei ætlað að taka við KR á þessum tímapunkti, hefðu engu breytt þó hann hefði ekki fengið starfið í Noregi. Stjórn félagsins lifði þó í þeirri von að Óskar kæmi heim en fékk ekki ósk sína uppfyllta.

Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson voru einnig á blaði í Vesturbæ en Halldór tók við Breiðabliki af Óskari og Jökull vildi ekki yfirgefa spennandi verkefni hjá Stjörnunni.

Þegar þessir þrír kostir voru af borðinu fór KR að skoða aðra kosti, Sigurður Ragnar Eyjólfsson fór í viðtöl hjá félaginu en virðist ekki líklegur til þess að fá starfið eins og staðan er þó hann hafi mikinn áhuga á því. Ólafur Ingi Skúlason var svo langt komin í viðræður við félagið en hafnaði starfinu að lokum.

Því hefur verið haldið fram að Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðsins hafi afþakkað samtalið við KR. Það er því ljóst að formaður KR, Páll Kristjánsson og stjórn hans hefur leitað víða en ekki tekist að sannfæra neinn.

Greg Ryder fyrrum þjálfari Þróttar hefur verið orðaður við starfið, þá hafa Ólafur Jóhannesson og Ólafur Kristjánsson einnig verið nefndir til sögunnar. KR vonast til að ráða þjálfara á næstu dögum en sá aðili verður meðvitaður um það að hann var hvorki fyrsti, annar né þriðji kosturinn í starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Í gær

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar