fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þróttur staðfestir komu Óla Kristjáns – „Framtíðarsýn Þróttara hefur heillað mig“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. október 2023 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson er nýr þjálfari hjá kvennaliði Þróttar sem endaði í fjórða sæti í Bestu deild kvenna í sumar. Hann tekur við af Nick Chamberlain.

Ólafur gerir þriggja ára samning við Þrótt. 433.is sagði fyrst allra miðla frá því að Ólafur væri að taka við starfinu.

Ólafur væri þar að stíga sitt fyrsta skref í þjálfun í meistaraflokki kvenna en hann hefur hér á landi stýr karlaliði Fram, Breiðabliks og FH. Hann hefur einnig starfað sem þjálfari í atvinnumennsku.

Ólafi var sagt upp sem yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki í sumar og var orðaður við sama starf hjá HK, hann hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem þjálfari karlaliðs KR.

Mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliði Þróttar síðustu ár og liðið verið stolt félagsins, koma Ólafs sýnir metnaðinn í félaginu.

Ólafur gerði Breiðabik að Íslandsmeisturum og bikarmeisturum árin 2009 og 2010 en hann fór síðan til Danmerkur og þjálfaði þar.

„Ég er mjög spenntur að taka við kvennaliði Þróttar sem verið hefur í fremstu röð í íslenskum kvennafótbolta undanfarin ár. Framtíðarsýn Þróttara hefur heillað mig og ég trúi því að við getum gert liðið enn betra en það er í dag. Ég tek við góðu búi og lít á það sem mjög verðugt verkefni að halda áfram þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið í Þrótti,“
segir Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona