fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Játa því hvorki né neita að Óli Kristjáns sé að taka við kvennaliðinu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. október 2023 16:04

Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar játar því hvorki né neitar þegar hann er spurður að því hvort Ólafur Kristjánsson sé að taka við kvennaliði félagsins.

Samkvæmt því sem 433.is kemst næst er Ólafur sem síðast var yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik að taka við sem þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna.

Nick Chamberlain sagði starfi sínu lausu hjá Þrótti á dögunum til að taka við kvennaliði Breiðabliks. „Það er ekki orð frá mér um það,“ sagði Kristján í samtali við 433.is í dag.

Kristján sagðist því miður ekki getað sagt neitt um málið en lofaði að svara í lengra og betra máli um málefni Þróttar á næstunni.

Pála Þórisdóttir formaður meistaraflokksráðs vildi heldur ekkert segja en sagði von á tilkynningu frá félaginu í dag.

Ólafur væri þar að stíga sitt fyrsta skref í þjálfun í meistaraflokki kvenna en hann hefur hér á landi stýr karlaliði Fram, Breiðabliks og FH. Hann hefur einnig starfað sem þjálfari í atvinnumennsku.

Ólafi var sagt upp sem yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki í sumar og var orðaður við sama starf hjá HK, hann hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem þjálfari karlaliðs KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“