A landslið kvenna hefur hafið æfingar í undirbúningi sínum fyrir tvo leiki í Þjóðadeild UEFA í október.
Ísland mætir Danmörku á föstudag kl. 18:30 og Þýskalandi á þriðjudag kl. 19:00, en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Miðasala á leikina er að á tix.is og má finna hlekki inn á þær hér fyrir neðan.
Íslenska liðið er með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins eftir fyrstu tvo leikina. Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales, en tapaði 0-4 gegn Þýskalandi ytra. Danmörk er í efsta sæti með sex stig og Þýskaland er í öðru með þrjú stig. Wales er án stiga á botni riðilsins.
Ísland og Danmörk mættust síðast á Algarve Cup 2018, en þar hafði Ísland betur eftir vítaspyrnukeppni. Hlín Eiríksdóttir skoraði mark Íslands í leiknum, en þetta var fyrsta mark hennar fyrir liðið. Liðin hafa mæst þrettán sinnum í gegnum tíðina. Ísland hefur unnið tvo leiki, Danmörk átta leiki og þrír hafa endað með jafntefli.
Ísland og Þýskaland hafa mæst 17 sinnum. Ísland hefur unnið einn leik og Þýskaland sextán.