Sjónvarpsþátturinn 433.is er kominn aftur á fulla ferð og er nýjasti þátturinn kominn út. Má sjá hann í spilaranum hér að ofan.
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, er þar gestur og er farið yfir víðan völl. Gengið á leiktíðinni, endurkoma Heimis Guðjónssonar í brúna og dramatíkin í kringum Morten Beck málið er til umræðu, sem og margt fleira.
Sjónvarpsþátturinn 433.is kemur út alla mánudaga. Er hann einnig aðgengilegur í hlaðvarpsformi.