fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Davíð rýfur þögnina um málið sem Vilhjálmur og Morten höfða – „Ég skil ekki hvað þú ætlar að fá út úr þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, skilur ekki hvers vegna þeir Morten Beck Guldsmed knattspyrnumaður og lögmaður hans, Vilhjálmur Vilhjálmsson, halda máli sínu gegn félaginu til streitu. Vill Davíð meina að FH hafi staðist allar greiðslur.

Málið tengist vangoldnum greiðslum sem Morten telur sig eiga inni frá tíma sínum hjá FH 2019-2021. FH var á því að samningur leikmannsins hafi verið verktakasamningur en ekki launþegasamningur. Þar sem um launþegasamning var að ræða skuldaði FH lífeyrissjóðsgreiðslur, skatta og fleira. Davíð segir í sjónvarpsþættinum 433.is að eftir að ljóst var að FH tapaði málinu hafi félagið staðist allar greiðslur á réttum tíma.

„Af því þetta var launþegasamningur þurftum við að útbúa launaseðla, greiða hærri staðgreiðslu af skatti og við þurftum að borga í lífeyrissjóðina. Við gerðum þetta og skatturinn samþykkti það sem og lífeyrissjóðurinn. Villi er mikið búinn að tala um að við séum bara búnir að ákveðna upphæð en þetta er allt á áætlun. Við erum búnir að greiða stærstan hluta af lífeyrisgreiðslunum og klárum staðgreiðslu skatta á næstu tíu mánuðum. Þannig allt tal um að við skuldum honum einhvern pening, ég er bara algjörlega ósammála því,“ segir Davíð í þættinum.

video
play-sharp-fill

Högg en ekki rothögg

Vilhjálmur fór mikinn í viðtali við Dr. Football í sumar og í síðasta mánuði fór hann með málið til CAS, alþjóðlega íþróttadómstólsins.

„FH skuldaði og skuldar Morten enn allan skatt vegna Mortens, félagið skuldar allar lífeyrissjóðsgreiðslur vegna Mortens fyrir utan 1/6. FH skuldar Morten enn greiðslu vegna feðraorlofs Mortens sem eru í kringum 2,5 milljónir, plús dráttarvexti og orlof miðað við það að samningurinn er launþegasamningur, plús félagsgjald og svona mætti lengi áfram telja,“ sagði Vilhjálmur meðal annars í viðtalinu í sumar.

Davíð botnar lítið í kröfum Vilhjálms og Mortens fyrst FH hefur staðist allar greiðslur.

„Hann vill líka meina að við skuldum honum (Morten) feðraorlof. Ég hef aldrei vitað um að neitt fyrirtæki borgi feðraorlofið, það kemur bara frá ríkinu. Það eru punktar í þessu sem fara ekki alveg heim og saman en við erum allavega búnir að standa okkar plikt. Þetta kennir manni að vanda sig við samningagerð og hafa alla svona hluti á hreinu.

Ég skil það ekki alveg (að farið sé með málið til CAS), ég skil ekki hvað þú ætlar að fá út úr þessu. Þið farið af stað með mál þar sem þið eruð ósáttir við hvernig við gerðum samninginn upp, þið vinnir málið, við ákváðum að una niðurstöðunni en svo er þetta áfram rekið fyrir dómstólum. Persónulega átta ég mig ekki á því.“

Davíð segir að það að hafa tapað málinu sé vissulega fjárhagslegt högg fyrir FH en alls ekki óyfirstíganlegt.

„Þetta hefur auðvitað áhrif. Þetta er tveggja ára samningur. En svona virka bara hlutirnir, þú ert með einhverjar áætlanir og oftast ganga þær ekki upp. Og í þetta skiptið gengu þær ekki upp. En við tökumst bara á við það. Þetta er högg en þetta er ekkert sem rotar okkur,“ segir Davíð Þór Viðarsson að endingu um málið.

Þátturinn í heild er í spilaranum, en hann er einnig aðgengilegur í hlaðvarpsformi á helstu veitum undir „433.is.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture