Arsenal hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar mikillar gagnrýni vegna skorts á fjölbreytileika leikmanna kvennaliðsins.
Liðsmynd kvennaliðsins olli nokkurri úlfúð þar sem þar mátti einungis finna leikmenn sem eru hvítar á hörund.
„Við áttum okkur á því að leikmannahópur kvennaliðsins sem stendur endurspeglar ekki fjölbreytileika félagsins í heild,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem Arsenal sendi The Athletic.
„Að hvetja til þátttöku ungra kvenna og stelpna frá mismunandi bakgrunni er í algjörum forgangi hjá okkur og leitum við allra leiða til að aðangur þeirra sé greiður.“