Jurgen Klopp, stóri Liverpool, mætti í stutt viðtal við Símann þar sem hann ræddi við Tómas Þór Þórðarson.
Síminn sér um enska boltann hérlendis og sýnir flest alla leiki sem eru í boði í ensku úrvalsdeildinni.
Klopp tjáði sig á meðal annars um fyrrum framherjann, Ásgeir Sigurvinsson, sem gerði garðinn frægan í Þýskalandi.
,,Er þetta Ásgeir Sigurvinsson? Já, hetjan mín!“ sagði Klopp um Ásgeir í viðtali við Tómas.
Klopp hefur fylgst með fótbolta allt sitt líf og var Ásgeir um tíma einn af hans uppáhalds leikmönnum.
Klopp hafði ekkert nema góða hluti að segja um Ásgeir sem er einn allra besti fótboltamaður í sögu Íslands.
Myndband af viðtalinu má sjá hér.
„Ásgeir Sigurvinsson er einn sá besti í sögunni!“
Jürgen Klopp dýrkaði Ásgeir Sigurvinsson sem ungur maður og skilar kærri kveðju til hans í viðtali við Síminn Sport. pic.twitter.com/6FHPIONKVm
— Síminn (@siminn) October 22, 2023