Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur engan áhuga á því að taka við enska landsliðinu af Gareth Southgate.
The Telegraph greinir frá en enska knattspyrnusambandið horfir á Howe sem arftaka Southgate sem lætur líklega af störfum á næsta ári.
Samningur Southgate rennur út í lok 2024 en hann fær líklega að stýra liðinu á EM á næsta ári.
Howe hefur gert frábæra hluti með Newcastle en samkvæmt Telegraph vill hann ekki koma nálægt landsliðinu á næstunni.
Aðrir stjórar á borð við Steve Cooper og Graham Potter eru orðaðir við starfið en sá síðarnefndi er atvinnulaus.