fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Orða Mbappe afar óvænt við Liverpool og annað félag á Englandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. október 2023 11:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur Kylian Mbappe við Paris Saint-Germain rennur út næsta sumar og er honum frjálst að ræða við önnur félög í janúar um hugsanleg skipti á frjálsri sölu sumarið 2024.

Framtíð kappans er í lausu lofti en hann hefur sterklega verið orðaður við Real Madrid og er talið að á endanum vilji hann halda þangað.

Mbappe átti í stríði við PSG í sumar og var settur í frystinn en eftir algjöra U-beygju kom hann aftur inn í liðið. Talið er að hann hafi lofað Parísarliðinu að fara ekki þaðan frítt.

Þrátt fyrir þetta er hann áfram orðaður burt og samkvæmt óvæntum fréttum Gazzetta dello Sport á Ítalíu hafa Liverpool og Chelsea áhuga á að fá kappann á frjálsri sölu.

Gætu þau boðið honum flottan samning þar sem ekkert þyrfti að borga fyrir hann.

Þetta verður þó að teljast ólíklegt en Real Madrid er áfram líklegasti áfangastaður Mbappe eftir dvölina hjá PSG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar