Lionel Messi þarf að öllum líkindum að skipta um umboðsmann eftir að FIFA herti á regluverkinu hjá sér varðandi þá sem geta séð um mál knattspyrnumanna.
Nú þurfa allir þeir sem starfa fyrir knattspyrnumenn að standast alþjóðlegt próf en faðir Messi hefur verið skráður umboðsmaður hans.
Síðustu árin hefur hver sem er getað verið skráður umboðsmaður leikmanns.
Jorge Messi hefur ekki rétindi sem FIFA krefur fólk um í dag en mjög margir aðilar hafa fallið á prófi FIFA.
Er prófið sagt afar snúið og margir sem hafa lengi starfað í faginu eru ekki að komast í gegnum það.