Oscar Bobb er ungur framherji Manchester City sem félagið hefur mikla trú á. Bobb kom til City fyrir fjórum árum frá Valerenga í Noregi.
Bobb hefur spilað fimm leiki með aðalliði City á þessu tímabili og byrjaði í deildarbikarnum gegn Newcastle.
Pep Guardiola stjóri City hefur mikið álit á Bobb og segir hann frábæran sóknarmann sem er einnig góður að verjast.
City er að ganga frá nýjum samningi við Bobb þar sem hann þrefaldar laun sín. Bobb fer úr því að þéna 12 þúsund pund á viku í 36 þúsund pund á viku.
Bobb mun því þéna 24 milljónir íslenskra króna á mánuði en Bobb lék sinn fyrsta landsleik fyrir Noreg á dögunum í 4-0 sigri liðsins á Kýpur. Þar lék hann með liðsfélaga sínum frá City, Erling Haaland.