Guiseppe Marotta, stjórnarformaður Inter Milan, útilokar ekki að félagið reyni að fá Andre Onana aftur í markið í framtíðinni.
Onana gekk í raðir Manchester United í sumar frá Inter og kostaði félagið 51 milljón evra.
Onana hefur ekki staðist væntingar á Old Trafford hingað til og gæti Inter verið opið í að taka á móti leikmanninum á ný ef tækifærið gefst.
,,Ég get ekki séð framtíðina en í fótboltanum getur allt gerst. Þetta var frábær kafli hjá okkur með Onana í markinu,“ sagði Marotta.
,,Þetta var líka mjög sniðugt af okkur á markaðnum, að fá hann frítt og selja svo fyrir þessa upphæð.“