Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, er svo sannarlega enginn aðdáandi einstaklingsverðlauna á borð við Ballon d’Or.
Nú styttist í að Ballon d’Or verði afhent enn eitt árið en liðsfélagar hans hjá Real hafa unnið þau í gegnum tíðina.
Nefna má núverandi samherja Kroos, Luka Modric, sem og fyrrum samherja Cristiano Ronaldo og Luka Modric.
Kroos hefur aldrei verið hrifinn af einstaklingsverðlaunum og segir að þau séu heilt yfir tilgangslaus.
,,Mín skoðun er sú að einstaklingsverðlaun eru tilgangslaus þar sem þetta er liðsíþrótt,“ sagði Kroos.
,,Ég hef alltaf sagt það og ég stend við þau orð. Það er ekki til leikmaður í sögunni sem hefði unnið eitthvað upp á eigin spýtur.“