Jesse Lingard, fyrrum leikmaður Manchester United, er búinn að finna sér nýtt félag en má ekki spila fyrr en í janúar.
Sky Sports greinir frá en Lingard hefur náð samkomulagi við Sádi arabíska félagið Al-Ettifaq.
Steven Gerrard er þjálfari Al-Ettifaq en hann þekkir Lingard vel – leikmaðurinn hefur æft með liðinu undanfarnar vikur.
Reglur í Sádi Arabíu banna Lingard að spila keppnisleiki þar til í janúar en þá verður mögulegt að skrá hann til leiks.
Lingard lék síðast með Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni en heillaði alls ekki á síðasta tímabili.