fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Steinhissa á vinnubrögðum þjálfarans: Leikmenn reyktu í hálfleik – ,,Þetta var allt öðruvísi“

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. október 2023 15:16

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Pirlo, fyrrum stjóri Juventus, leyfði eigin leikmönnum að reykja sígarettur bæði fyrir leiki og í hálfleik er hann stýrði Karagumruk í Tyrklandi.

Frá þessu greinir Colin Kazim-Richards en hann vann með Pirlo hjá félaginu í stutta stund.

Pirlo var frábær leikmaður á sínum tíma en hann lék lengi fyrir bæði AC Milan sem og Juventus.

Pirlo var ekki of strangur sem þjálfari og fengu leikmenn að reykja jafnvel í búningsklefanum á meðan hann hélt hálfleiks ræðu sem vekur athygli.

,,Það eru margir Ítalar sem reykja sígarettur,“ sagði Kazim-Richards við Filthy Fellas hlaðvarpsþáttinn.

,,Í Tyrklandi er leyfilegt að reykja, það veltur þó á því hver stjórinn er. Á síðasta ári með Pirlo þá reyktu leikmenn mikið fyrir leiki.“

,,Þeir reyktu í hálfleik, þeir fengu sér sæti og reyktu sína sígarettu. Pirlo er að tala við hópinn og þeir sitja þarna reykjandi, þetta var allt öðruvísi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona