Forbes hefur birt lista sinn yfir launahæstu knattspyrnumenn heims árið 2023.
Það skal engan undra að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru efstir en sá fyrrnefndi er þó með næstum tvöfalt hærri laun en Argentínumaðurinn.
Eins og gefur að skilja eru aðeins risastór nöfn á listanum.
Hann má sjá hér að neðan en upphæðirnar eru í Bandaríkjadölum.
Þeir tíu launahæstu
1. Cristiano Ronaldo – 260 milljónir
2. Lionel Messi – 135 milljónir
3. Neymar – 112 milljónir
4. Kylian Mbappe – 110 milljónir
5. Karim Benzema – 106 milljónir
6. Erling Haaland – 58 milljónir
7. Mohamed Salah – 53 milljónir
8. Sadio Mane – 52 milljónir
9. Kevin De Bruyne – 39 milljónir
10. Harry Kane – 36 milljónir