Manchester United goðsögnin Rio Ferdinand var á dögunum beðinn um að velja þann sem hann teldi að hafi verið bestur í að klára færi af þeim sem hann spilaði með hjá félaginu. Það vakti athygli margra að hann nefndi ekki Cristiano Ronaldo á nafn.
„Ruud (Van Nistelrooy) var bestur í því að mínu mati. Ég held að sóknarmennirnir sem hann spilaði með yrðu sammála,“ sagði Ferdinand við heimasíðu United á dögunum.
Van Nistelrooy skoraði alls 150 mörk í 219 leikjum fyrir United.
Ferdinand nefndi þó einnig fleiri til sögunnar.
„Ole er líka þarna uppi. Hann var alltaf svo rólegur þegar hann kláraði færin sín.“