Það fóru átta leikir fram í undankeppni EM 2024 í kvöld. Spilað var í riðlum A, D, E og I.
Spánn þurfti að hafa fyrir sigrinum á heimavelli gegn Skotum og unnu 2-0. Alvaro Morata kom þeim yfir á 74. mínútu en Oihan Sancet tvöfaldaði forystuna 12 mínútum síðar.
Í sama riðli vann Noregur 0-4 sigur á Kýpur þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö mörk.
Tyrkland vann þá 0-1 sigur á Króötum með marki Baris Yilmaz.
Hér að neðan eru úrslit kvöldsins
A-riðill
Spánn 2-0 Skotland
Kýpur 0-4 Noregur
D-riðill
Lettland 2-0 Armenía
Króatía 0-1 Tyrkland
E-riðill
Albanía 3-0 Tékkland
Færeyjar 0-2 Pólland
I-riðill
Andorra 0-3 Kósóvó
Hvíta-Rússland 0-0 Rúmenía