fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Gylfi uppljóstrar því á hvaða stað viðræðurnar við Val voru

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. október 2023 12:30

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Lyngby segist hafa verið hársbreidd frá því að skrifa undir hjá Val í Bestu deild karla.

Gylfi æfði með Val í sumar en ákvað á endanum að semja við Lyngby í Danmörku.

Gylfi ræðir málið í viðtali við Guðmund Benediktsson sem birtist á Vísir.is. „Jú jú, viðræður voru komnar langt við Val en það varð ekkert úr því. Viðræðurnar voru á þeim forsendum að ef það kæmi eitthvað spennandi að utan þá hefði ég möguleikann á að fara. Það var það sem ég var að bíða eftir,“ segir Gylfi.

Gylfi segir að því miður fyrir Val þá hafi Freyr Alexandersson hringt.

„Það voru mörg lið hér heima sem höfðu samband. Mig langaði bara að koma mér í betra form áður en ég tæki ákvörðun. Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi.“

Gylfi er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum í tæp þrjú ár og gæti spilað gegn Lúxemborg á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal