Andri Lucas Guðjohnsen landsliðsmaður er að vonum sáttur að fá tækifæri til að spila með Gylfa Þór Sigurðssyni í landsliðinu í fyrsta sinn í komandi leikjum. Hann er mikill aðdáandi leikmannsins.
Ísland mætir Lúxemborg annað kvöld í Laugardalnum og Liecthenstein þremur dögum síðar. Leikirnir eru liður í undankeppni EM 2024.
Gylfi er að snúa aftur í hópinn eftir langa fjarveru en hann sneri nýlega aftur á knattspyrnuvöllinn með danska liðinu Lyngby, þar sem Andri einmitt spilar.
„Það er geggjað. Maður er farinn að líta á Gylfa meira sem félaga en einhverja súperstjörnu. Hann er frábær fótboltamaður og frábær manneskja,“ sagði Andri við 433.is í gær.
Hann reynir að læra af Gylfa.
„Þetta er í raun óraunverulegt. Ég nýt þessa tíma sem við erum að spila saman.“
Ítarlegt viðtal við Andra er í spilaranum.