Bayern Munchen hefur áhuga á Kalvin Phillips, leikmanni Manchester City. Það er Bild sem segir frá þessu.
Phillips gekk í raðir City frá Leeds sumarið 2022 fyrir 42 milljónir punda en hefur alls ekki tekist að brjóta sér leið inn í byrjunarlið þreföldu meistaranna.
Hann er því sterklega orðaður í burtu og hefur fjöldi liða verið nefndur til sögunnar.
Það nýjasta er Bayern sem hefur verið í leit að miðjumanni í þessa stöðu undanfarið. Reyndi félagið til að mynda að fá Declan Rice og Joao Palhinha í sumar.
Phillips er nú á blaði hjá þýska risanum en kappinn vill meiri spiltíma.