fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Rúnar Alex hrósar Arteta og hans vegferð – „Nú er liðið að bera ávöxt af því“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. október 2023 21:00

Arteta - Rúnar Alex og Edu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður Arsenal á láni hjá Cardiff, hefur fulla trú á að fyrrnefnda liðið geti hampað Englandsmeistaratitlinum í vor. Hann segir Mikel Arteta vera búinn að byggja upp frábært lið.

Rúnar gekk í raðir Arsenal árið 2020 en hefur þrisvar farið annað á lán, nú síðast til Cardiff í ensku B-deildinni.

„Það kom eiginlega ekki til greina að vera áfram hjá Arsenal. Ég hafði ekki áhuga á að sitja uppi í stúku, vera æfingamarkmaður eða þriðji markmaður. Ég er búinn að vera númer eitt hjá landsliðinu í einhvern tíma svo mér fannst þetta ekki tímapunkturinn til að kasta inn handklæðinu,“ sagði Rúnar við 433.is um ákvörðun sína að fara til Cardiff í sumar.

Rúnar kom inn í lið Arsenal á erfiðum tíma en hefur séð liðið vaxa og dafna og verða líklegasta liðið til að hampa Englandsmeistaratitlinum á eftir Manchester City.

„Ég sé ekki mun á Arteta. Hann er búinn að vera með sitt plan og hefur fylgt því. Hann er búinn að byggja upp geggjað lið.“

video
play-sharp-fill

Rúnar var með Arsenal á undirbúningstímabilinu í ár. Þó að miklar breytingar hafi orðið á leikmannahópnum síðan 2020 hefur Arteta fylgt sömu áætlun frá byrjun að sögn Rúnars.

„Helsta breytingin er kannski á starfsliðinu og svo auðvitað leikmönnum. Það hafa margir farið út og margir inn.

Þetta hefur verið plan frá degi eitt og það er búið að vinna markvisst að því. Nú er liðið að bera ávöxt af því,“ sagði Rúnar.

Hann var að lokum spurður út í hvort hann teldi að Arsenal yrði Englandsmeistari í vor.

„Þeir eiga allavega góðan séns. Þeir byrja vel. Þeir hafa nú unnið City tvisvar sem er auðvitað samkeppnisaðili númer eitt svo það er ekkert sem segir að þeir geti ekki gert það.“

Ítarlegt viðtal við Rúnar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
Hide picture