Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er mikill stuðningsmaður Arsenal og eðlilega glaður þessa dagana. Hann segir þó eitt vanta til að liðið geti unnið ensku úrvalsdeildina í vor.
Arsenal vann frábæran 1-0 sigur á Manchester City í gær en liðin börðust um Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.
„Ég tel að við þurfum enn háklassa framherja. Vonandi gerum við eitthvað í því í janúar. Ef við sækjum framherja held ég að við vinnum deildina,“ sagði Morgan á Talksport.
Honum líkar við þá framherja sem fyrir eru hjá Arsenal en vill aðra týpu einnig.
„(Gabriel) Jesus og (Eddie) Nketiah leggja báður hart að sér og ég hef ekkert á móti þeim. Ég held bara að þeir séu ekki framherjinn sem þú þarft til að vinna deildina.
Hvort sem það yrði Ivan Toney eða mjög stórt nafn eins og Victor Osimhen þá vantar okkur þannig leikmann.“