fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Landsliðið kemur saman í dag – Jón Dagur fór snemma af velli um helgina og Aron Einar er tæpur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. október 2023 12:19

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið kemur saman í dag til æfinga og byrjar að undirbúa sig fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins.

Liðið þarf að vinna báða leikina til að eiga veika von á því að ná öðru sæti riðilsins. Líklegast er að liðið fari í umspil um laust sæti á mótið í mars á næsta ári.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru báðir í hópnum en óvíst er hvort Aron Einar geti tekið þátt í leiknum.

Aron hefur verið að glíma við meiðsli um langt skeið og ekki spilað með A-Arabi í Katar undanfarna mánuði.

Jón Dagur Þorsteinsson fór svo af velli á 36 mínútu með OH Leuven um helgina, óvíst er hvort hann sé mikið meiddur eða verði klár í slaginn á föstudag.

Age Hareide er á leið inn í sitt þriðja verkefni með íslenska liðið en hann hefur tapað þremur og unnið einn leik í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“