Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports efast um að hans gamla félag geti barist um sigur í ensku deildinni í vetur.
Carragher telur að nokkur púsl vanti í lið Liverpool svo það geti barist um þann stóra aftur.
„Ég held að það verði erfitt fyrir þá að berjast um sigur í deildinni,“ segir Carragher.
„Það gæti komið á næstu leiktíð með því að bæta nokkrum leikmönnum við, það vantar alvöru miðjumann fyrir framan vörnina og einn hafsent.“
„Það er hægt að nálgast toppinn með því að bæta við í næstu tveimur gluggum og þeir verða klárir næsta tímabilið.“
„Tímabilið hefur alveg farið vel af stað en ég sé þá ekki berjast um þann stóra.“