Starf Jose Mourinho hjá Roma ku vera í töluverðri hættu en þetta fullyrðir Corriere dello Sport á Ítalíu.
Miðillinn greinir frá því að ef Roma tapar gegn Cagliari í dag þá mun Portúgalinn gá stígvélið.
Mourinho er á sínu þriðja tímabili með Roma sem er með aðeins átta stg eftir fyrstu sjö umferðirnar.
Cagliari kemur í heimsókn í dag en það lið situr í neðsta sæti og hefur ekki unnið leik hingað til.
Ef Mourinho tapar þessum leik verður hann rekinn en líkurnar á tapi eru afskaplega litlar miðað við gengi Cagliari hingað til.