Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er alls ekki að missa trú á framherjanum Marcus Rashford.
Rashford hefur ekki heillað marga á þessu tímabili en hann hefur skorað eitt mark til þessa eftir 30 mörk síðasta vetur.
Hann var alls ekki sannfærandi í 3-2 tapi gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í vikunni og kalla margir eftir því að Englendingurinn verði bekkjaður gegn Brentford í dag.
Miðað við ummæli Ten Hag eru litlar líkur á því enm hann hefur fulla trú á Rashford og býst við að mörkin komi fyrr eða síðar.
,,Þegar framherjarnir eru ekki að skora, þeir þurfa eitt augnablik og þá kemur markið,“ sagði Ten Hag.
,,Hann er svo reynslumikill og gerir réttu hlutina, það mun koma tímapunktur þar sem hann verður sjóðandi heitur.“