Maurizio Sarri hefur gefið í skyn að hann sé að hætta í þjálfun en hann starfar í dag hjá Lazio.
Lazio hefur ekki byrjað eins illa í Serie A í heil 16 ár en tókst að vinna Celtic í Meistaradeildinni í vikunni.
Lazio hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en Sarri virðist vera kominn með nóg og er ekki með sömu ástríðu og áður.
Sarri er 64 ára gamall en hann hefur einnig þjálfað lið eins og Napoli, Chelsea og Juventus.
,,Þetta er ekki lengur leikurinn sem ég elska. Ég vakna á morgnana og man ekki einu sinni á móti hverjum við erum að spila,“ sagði Sarri.
Það er erfitt að segja hvað Sarri á við með þessum ummælum en ítalskir miðlar vilja meina að hann sé sterklega að íhuga að kalla þetta gott.