fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Stefán Teitur með þrennu þegar Lyngby var slátrað – Gylfi Þór spilaði hálftíma

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. október 2023 18:57

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði tæpan hálftíma þegar Lyngby var slátrað af Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Stefán Teitur Þórðarson, íslenski miðjumaðurinn í liði Silkeborg skoraði þrennu.

Þrenna Stefáns kom á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik en mörkin komu með vinstri og hægri fæti og svo með skalla. Hin fullkomna þrenna.

Staðan var 4-0 fyrir Silkeborg í hálfleik en Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Birgir Finnsson voru í byrjunarliði Lyngby. Leiknum lauk með 5-0 sigri Silkeborg.

Stefán Teitur Þórðarson. Mynd/Getty

Gylfi Þór og Sævar Atli Magnússon komu inn þegar hálftími var eftir. Gylfi var í tvígang nálægt því að leggja upp mark með góðum sendingum úr föstum leikatriðum en liðsfélagar hans náðu ekki að klára þær.

Gylfi fékk að líta gula spjaldið þegar lítið var eftir en hann kemur til Íslands um helgina og hefur undirbúning fyrir komandi landsleiki Íslands ásamt Kolbeini og Andra.

Stefán Teitur er ekki í íslenska landsliðshópnum og heldur ekki Sævar Atli Magnússon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta vill styrkja hópinn til að halda dampi – Tveir leikmenn Real Madrid orðaðir við Arsenal

Arteta vill styrkja hópinn til að halda dampi – Tveir leikmenn Real Madrid orðaðir við Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neville tók eftir þessari breytingu á stuðningsmönnum United í gær

Neville tók eftir þessari breytingu á stuðningsmönnum United í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Í gær

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“