fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Segir að mamma sín hafi lamið sig og finnst það í lagi – „Þetta gerði mig sterkari“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. október 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, einn besti knattspyrnumaður seinni tíma segir frá því í viðtali við Piers Morgan að móðir hans hafi ítrekað lagt hendur á hann

Zlatan segir að það hafi verið gott fyrir sig og það hafi gert sig að þeim manni sem hann er í dag.

„Ég var ungur og ruglaður, ég var með aga til að fara í skólann. Pabbi hefði lamið mig ef ég hefði ekki farið, það var eðlilegt í okkar heimi,“ segir Zlatan í viðtalinu.

„Hann lamdi mig ekki, mamma lamdi mig. Fyrir okkur var þetta eðlilegt.“

Zlatan segir að móðir sín hafi ítrekað notað sleif til að lemja sig en þegar hún fór að sækja kökukeflið þá hljóp hann í burtu. Piers Morgan spurði hvort þetta hefði haft andleg áhrif á sig.

„Nei, þetta gerði mig sterkari. Ég skil sem foreldri i dag hvað foreldrar mínir gengu í gegnum, það eru aðrar aðstæður árið 2023.

„Móðir mín átti fimm börn, hún vann við að þrífa. Hún fékk kannski þúsund evrur á mánuði og þurfti að fæða fimm börn, hún vann frá 07:00 til 16:00.“

„Hún varð að fæða alla, við vorum öll ung og klikkuð. Þarna var hún að koma með aga í okkur, ég segi að þetta hafi verið í lagi. Þetta gerði mig að þeim manni sem ég er í dag.“

Hann segir að foreldrar sínir hafi komið frá erfiðum stað.

„Þau eru frá gömlu Júgóslavíu, það er annað hugarfar. Þar er eðlilegt þar að leggja hendur á börn sín, ég er náinn mömmu í dag en ekki eins náinn pabba. Við erum með sama karakter, ég er eins og hann. Hann kom í bílskúrinn, ég á marga flotta bíla og hann fór að segja mér að selja þá. Ég tók það ekki í mál

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze