Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum og að þessu sinni var gestur þeirra tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko.
Patrik hefur skotist hratt upp stjörnuhimininn undanfarið en eins og gefur að skilja fylgir því ekki bara að eignast aðdáendur.
„Þetta var alveg erfitt fyrst. Ég viðurkenni það alveg. En með tímanum fóru lækin að verða fleiri og kommentin færri, fór að fá fleiri „lovers“ en „haters.“ Þá fattaði ég hvað „haters“ voru mikilvægir. Því fleiri komment frá þeim á vídeóin því fleiri áhorf voru þau að fá. Þetta fór að snúast í andhverfu sína. Nú geri ég myndbönd til að fá haturskommentin,“ sagði Patrik léttur.
Hrafnkell segir að það fylgi því að gera vel að feinhverju ólki líki ekki við þig.
„Það eru mjög fáir fótboltamenn, körfuboltamenn eða fleiri sem eru að gera vel og fá ekki eitthvað hate.“
Umræðan í heild er í spilaranum.