Tyrick Mitchell vinstri bakvörður Crystal Palace skoðar það að spila fyrir landslið Jamaíka, hann er sagður óhress með að komast ekki í enska landsliðið.
Mitchell er með tvöfallt ríkisfang en Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins valdi engan vinstri bakvörð i nýjasta hóp sinn.
Luke Shaw og Ben Chilwell eru báðir meiddir og töldu margir að Mitchell fengi tækifæri.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Jamaíka og er samkvæmt Daily Mail áhugsamur um að fá vinstri bakvörðinn í landslið sitt.
Mitchell hefur átt góða spretti með Crystal Palace en gæti nú farið og spilað fyrir landslið Jamaíka sem á góðan séns á að komast inn á HM 2026.