Nokkur augljós kippur hefur orðið í miðasölu á landsleiki Íslands sem fram fara í undankeppni Evrópumótsins á laugardeginn, kippinn má rekja til þess að Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í nýjasta landsliðshóp Íslands.
433.is hefur fengið þær upplýsingar að tæplega 500 miðar hafi selst á leikinn gegn Lúxemborg í gær eftir að tilkynnt var að þar myndi Gylfi líklega snúa aftur.
Gylfi er byrjaður aftur í fótbolta eftir rúm tvö ár frá leiknum, hann samdi við Lyngby á dögunum og hefur spilað sinn fyrsta leik.
Leikurinn fer fram á föstudag í næstu viku og er búist við það að miðarnir haldi áfram að fara út nú þegar endurkoma Gylfa virðist nálgast.
Gylfi Þór er einu marki á eftir Kolbeini Sigþórssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem eru markahæstir í sögu landsliðin, Gylfi getur því bætt markametið í endurkomu sinni en leikið verður gegn Lúxemborg og Liechtenstein.